Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 07:35 Einar Brynjólfsson er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata. VÍSIR/EYÞÓR Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent