Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur í steinkistunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2018 21:48 Fornleifafræðingarnir reyna hér að opna kistuna. Vísir/EPA Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést. Egyptaland Fornminjar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést.
Egyptaland Fornminjar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira