Gæðingadómarafélagið gagnrýnir afskipti stjórnar Landsmóts af dómaravalinu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 08:15 Alls eiga 132 hross rétt til þátttöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppninni í ár. Aðsent/Landsmót Landsmót hestamanna hefst á keppnissvæði Fáks í Víðidal í dag og er búist við um 10.000 gestum á mótið í ár. Mikil óánægja er innan Gæðingadómarafélagsins varðandi skipun yfirdómara á Landsmótið í ár vegna fyrri agabrota hans og augljósra hagsmunaárekstra. Er talið að afskipti stjórnar Landsmóts, mótsstjóra Landsmóts og stjórnar Landssambands hestamannafélaga af skipun yfirdómara dragi úr trúverðugleika dómarastarfi og að ekki hafi verið staðið faglega að valinu. Stjórn Gæðingadómarafélagsins sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna málsins og harmar þar afskiptin af dómaravalinu í ár. „Nauðsynlegt er að dómgæsla á Landsmóti sé hafin yfir allann vafa um hlutdrægni eða hagsmunatengsl og því mikilvægt að faglega sé staðið að vali á þeim dómurum sem dæma Landsmót hverju sinni. Stjórn Gæðingadómarafélags LH leggur mikla vinnu í það að velja hæfasta hópinn til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að dæma bestu gæðinga landsins. Mikilvægt er að það val sé faglegt og framkvæmt af þeim sem besta yfirsýn hafa yfir dómara landsins og það er án efa stjórn GDLH.“´Augljósir hagsmunaárekstrar Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Landsmótsins hafi sent bréf þar sem sérstaklega var óskað eftir Sigurði Ævarssyni í starf yfirdómara. „Bréf þetta barst áður en GDLH hafði lagt dómaralistann fyrir. Ekkert fordæmi er fyrir því að stjórn/framkvæmdanefnd LM fari að skipta sér af skipun yfirdómara enda hreinlega óleyfilegt samkvæmt reglum LH að gera það áður en dómaralistinn hefur verið samþykktur og það skal tekið fram að áðurnefndur dómari var ekki á þeim lista.“ Samkvæmt frétt á vef Hestafrétta taldi stjórnin Sigurð ekki hæfan í starf yfirdómara, meðal annars vegna áminninga sem hann hefur hlotið frá Aganefnd LH. Einnig sé um ákveðna hagsmunaárekstra að ræða þar sem hann er einnig yfirmaður keppnisnefndar LH en keppnisnefndin skal meðal annars fara yfir skýrslur yfirdómnefnda móta til yfirsýnar á ágreiningsefnum sem upp kunna að koma.Mikil óánæja ríkir innan Gæðingadómarafélagsins um val á yfirdómara Landsmótsins.Aösent/LandsmótFordæmalaus afskipti Í yfirlýsingunni frá Gæðingadómarafélaginu kemur fram að sá dómaralisti sem félagið lagði fyrir dómaranefnd LH hafi verið skipaður margreyndum Landsdómurum sem flestir höfðu þekkingu og reynslu til að starfa sem yfirdómari. 14 einstaklingar voru á listanum. „Tillaga GDLH á yfirdómara og eftirlitsdómara var gerð að vel athuguðu máli. Þess vegna eru vinnubrögð mótsstjóra, stjórnar LM og stjórnar LH óeðlileg og til þess eins að fallinn að skapa óeiningu og efasemdir um hlutleysi yfirdómara.“ Ólafur Árnason stjórnarmaður í Gæðingadómarafélaginu sendi yfirlýsingu inn á Facebook síðu félagsins vegna málsins fyrr í mánuðinum og sagðist þar hafa ákveðið að dæma ekki á Landsmótinu í ár vegna vinnubragðanna við dómaravalið. Tók hann fram að hann bæri ekki traust til þess Sigurðar yfirdómara. „Ekkert fordæmi virðist vera fyrir því að stjórn LH eða LM fari að skipta sér af því vali, enda óumdeilanlegt að stjórn GDLH er mun hæfari til að skipa dómara, yfirdómara og eftirlitsdómara heldur en stjórnir LH og LM. Það kemur fram í lögum LH, að framkvæmdanefnd LM hafi rétt til að starfi í samráði við dómaranefnd við val á yfirdómara. Það val ber hins vegar að byggja á dómaralista sem samþykktur er af dómaranefnd LH.“ Ber ekki traust til yfirdómarans Ólafur segir að stjórn Landsmótsins hafi lagt hart að stjórninni að velja ákveðinn einstakling í stöðu yfirdómara áður en dómaralisti hafði verið birtur. „Það er mikið undir á Landsmóti og því mikilvægt að allir dómarar, og sérstaklega yfirdómari, séu hafnir yfir allan grun um óeðlileg vinnubrögð eða hagsmuni. Í mínum huga finnst mér ferlið í kringum skipun yfirdómara á Landsmót 2018, alls ekki hafið yfir þann grun, heldur frekar gera þá stöðu tortryggilega.“ Hann segir að þetta hljóti að vekja upp spurningar um það hvaða hagsmunir liggi þarna að baki. „Ég hef dæmt undanfarin Landsmót og mér var sýndur sá heiður að vera valinn í dómarateymi Landsmóts 2018. En í ljósi þeirra starfshátta sem ég hef útlistað hér að ofan, þá hef ég tekið þá ákvörðun að dæma ekki Landsmót 2018 þó ég hafi hafi haft mikinn áhuga á því að gera það. Tel ég að áðurnefnd vinnubrögð stjórna LM og LH dragi úr trúverðugleika á faglegu vali dómarateymisins auk þess sem ég ber ekki traust til þess yfirdómara sem valinn var í starfið af stjórn LM enda ekki faglega staðið að því vali.“ Tengdar fréttir Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Landsmót hestamanna hefst á morgun á keppnissvæði Fáks í Víðidal. 30. júní 2018 11:00 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Landsmót hestamanna hefst á keppnissvæði Fáks í Víðidal í dag og er búist við um 10.000 gestum á mótið í ár. Mikil óánægja er innan Gæðingadómarafélagsins varðandi skipun yfirdómara á Landsmótið í ár vegna fyrri agabrota hans og augljósra hagsmunaárekstra. Er talið að afskipti stjórnar Landsmóts, mótsstjóra Landsmóts og stjórnar Landssambands hestamannafélaga af skipun yfirdómara dragi úr trúverðugleika dómarastarfi og að ekki hafi verið staðið faglega að valinu. Stjórn Gæðingadómarafélagsins sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna málsins og harmar þar afskiptin af dómaravalinu í ár. „Nauðsynlegt er að dómgæsla á Landsmóti sé hafin yfir allann vafa um hlutdrægni eða hagsmunatengsl og því mikilvægt að faglega sé staðið að vali á þeim dómurum sem dæma Landsmót hverju sinni. Stjórn Gæðingadómarafélags LH leggur mikla vinnu í það að velja hæfasta hópinn til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að dæma bestu gæðinga landsins. Mikilvægt er að það val sé faglegt og framkvæmt af þeim sem besta yfirsýn hafa yfir dómara landsins og það er án efa stjórn GDLH.“´Augljósir hagsmunaárekstrar Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Landsmótsins hafi sent bréf þar sem sérstaklega var óskað eftir Sigurði Ævarssyni í starf yfirdómara. „Bréf þetta barst áður en GDLH hafði lagt dómaralistann fyrir. Ekkert fordæmi er fyrir því að stjórn/framkvæmdanefnd LM fari að skipta sér af skipun yfirdómara enda hreinlega óleyfilegt samkvæmt reglum LH að gera það áður en dómaralistinn hefur verið samþykktur og það skal tekið fram að áðurnefndur dómari var ekki á þeim lista.“ Samkvæmt frétt á vef Hestafrétta taldi stjórnin Sigurð ekki hæfan í starf yfirdómara, meðal annars vegna áminninga sem hann hefur hlotið frá Aganefnd LH. Einnig sé um ákveðna hagsmunaárekstra að ræða þar sem hann er einnig yfirmaður keppnisnefndar LH en keppnisnefndin skal meðal annars fara yfir skýrslur yfirdómnefnda móta til yfirsýnar á ágreiningsefnum sem upp kunna að koma.Mikil óánæja ríkir innan Gæðingadómarafélagsins um val á yfirdómara Landsmótsins.Aösent/LandsmótFordæmalaus afskipti Í yfirlýsingunni frá Gæðingadómarafélaginu kemur fram að sá dómaralisti sem félagið lagði fyrir dómaranefnd LH hafi verið skipaður margreyndum Landsdómurum sem flestir höfðu þekkingu og reynslu til að starfa sem yfirdómari. 14 einstaklingar voru á listanum. „Tillaga GDLH á yfirdómara og eftirlitsdómara var gerð að vel athuguðu máli. Þess vegna eru vinnubrögð mótsstjóra, stjórnar LM og stjórnar LH óeðlileg og til þess eins að fallinn að skapa óeiningu og efasemdir um hlutleysi yfirdómara.“ Ólafur Árnason stjórnarmaður í Gæðingadómarafélaginu sendi yfirlýsingu inn á Facebook síðu félagsins vegna málsins fyrr í mánuðinum og sagðist þar hafa ákveðið að dæma ekki á Landsmótinu í ár vegna vinnubragðanna við dómaravalið. Tók hann fram að hann bæri ekki traust til þess Sigurðar yfirdómara. „Ekkert fordæmi virðist vera fyrir því að stjórn LH eða LM fari að skipta sér af því vali, enda óumdeilanlegt að stjórn GDLH er mun hæfari til að skipa dómara, yfirdómara og eftirlitsdómara heldur en stjórnir LH og LM. Það kemur fram í lögum LH, að framkvæmdanefnd LM hafi rétt til að starfi í samráði við dómaranefnd við val á yfirdómara. Það val ber hins vegar að byggja á dómaralista sem samþykktur er af dómaranefnd LH.“ Ber ekki traust til yfirdómarans Ólafur segir að stjórn Landsmótsins hafi lagt hart að stjórninni að velja ákveðinn einstakling í stöðu yfirdómara áður en dómaralisti hafði verið birtur. „Það er mikið undir á Landsmóti og því mikilvægt að allir dómarar, og sérstaklega yfirdómari, séu hafnir yfir allan grun um óeðlileg vinnubrögð eða hagsmuni. Í mínum huga finnst mér ferlið í kringum skipun yfirdómara á Landsmót 2018, alls ekki hafið yfir þann grun, heldur frekar gera þá stöðu tortryggilega.“ Hann segir að þetta hljóti að vekja upp spurningar um það hvaða hagsmunir liggi þarna að baki. „Ég hef dæmt undanfarin Landsmót og mér var sýndur sá heiður að vera valinn í dómarateymi Landsmóts 2018. En í ljósi þeirra starfshátta sem ég hef útlistað hér að ofan, þá hef ég tekið þá ákvörðun að dæma ekki Landsmót 2018 þó ég hafi hafi haft mikinn áhuga á því að gera það. Tel ég að áðurnefnd vinnubrögð stjórna LM og LH dragi úr trúverðugleika á faglegu vali dómarateymisins auk þess sem ég ber ekki traust til þess yfirdómara sem valinn var í starfið af stjórn LM enda ekki faglega staðið að því vali.“
Tengdar fréttir Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Landsmót hestamanna hefst á morgun á keppnissvæði Fáks í Víðidal. 30. júní 2018 11:00 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Landsmót hestamanna hefst á morgun á keppnissvæði Fáks í Víðidal. 30. júní 2018 11:00