Alþingi áformar að birta launaupplýsingar fyrrverandi þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2018 12:48 Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar. Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar.
Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24