Íhugar framboð gegn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2018 07:59 Michael Avenatti ásamt umbjóðanda sínum, Stormy Daniels. Vísir/getty Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent