Fótbolti

Svona líta undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH og Stjarnan mætast í undanúrslitunum í karlaflokki.
FH og Stjarnan mætast í undanúrslitunum í karlaflokki. vísir/stefán

Dregið var í Mjólkurbikar karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og nýr stjórnarformaður MS, dró fyrir hönd MS.

Það verða nýir bikarmeistarar krýndir á báðum stöðum. Bikarmeistarar karla í ÍBV duttu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í sextán liða úrslitum.

Víkings-liðin, úr Ólafsvík og Reykjavík, eiga eftir að spila leik sinn í átta liða úrslitunum en leikið verður átjánda júlí. Sigurvegarinn spilar við Breiðablik á útivelli.

Stjarnan og FH mætast í hinni viðureigninni en liðin mættust í dramatískum leik í Krikanum á dögunum. Undanúrslit karla eiga að fara fram 15. eða 16. ágúst.

Bikarmeistarar kvenna í ÍBV duttu út fyrir Inkasso-liði Fylkis í átta liða úrslitum. Fylkir er eina liðið í undanúrslitum kvenna sem er ekki í efri hluta Pepsi-deildar kvenna.

Breiðablik mætir Val en Blikarnir eru á toppnu á meðan Valur er í þriðja sæti. Hin viðureignin er milli Inkasso-liðs Fylkis og Stjörnunnar.

Undanúrslit kvenna fara fram 21. júlí.

Undanúrslit karla:
Stjarnan - FH
Breiðablik - Víkingur R./Víkingur Ó.

Undanúrslit kvenna:
Fylkir - Stjarnan
Breiðablik - Valur

Dregið í beinni:


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.