Innlent

Elliði vill verða bæjarstjóri í Ölfusi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elliði Vignissoner nýhættur sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignissoner nýhættur sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir
Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar, sækist eftir því að verða nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss. Fjórir aðrir fyrrverandi bæjarstjórar sækjast einnig eftir starfinu.

Á meðal umsækjanda eru Ásta Stefánsdóttir sem þangað til nýlega var bæjarstjóri nágrannasveitarfélagsins Árborgar, Björn Ingi Jónsson, fyrrvarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og Magnús Stefánsson fyrrverandi bæjarstóri sveitarfélagsins í Garði.

Samþykkt var samhljóða á fyrsta fundi bæjarstjórnar Ölfuss á kjörtímabilinu, þar sem Sjálfstæðismenn eru með hreinan meirihluta, að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Gunnsteinn R. Ómarsson hefur verið bæjarstjóri undanfarin fimm ár en hefur látið af störfum.

Ráðningarferlið er unnið í samvinnu við Capacent en lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan.

  • Anna Greta Ólafsdóttir - Sérfræðingur
  • Ármann Halldórsson - Framkvæmdastjóri
  • Ásta Stefánsdóttir - Bæjarstjóri
  • Baldur Þórir Guðmundsson - Útibússtjóri
  • Björn Ingi Jónsson - Bæjarstjóri
  • Björn S. Lárusson - Verkefnastjóri
  • Daði Einarsson - Verkefnastjóri
  • Edgar Tardaguila - Móttaka
  • Elliði Vignisson - Bæjarstjóri
  • Gísli Halldór Halldórsson-  Bæjarstjóri
  • Glúmur Baldvinsson - MSc í alþjóðastjórnmálum
  • Gunnar Björnsson - Viðskiptafræðingur 
  • Linda Björk Hávarðardóttir - Verkefnastjóri
  • Magnús Stefánsson - Bæjarstjóri
  • Ólafur Hannesson - Framkvæmdastjóri
  • Rúnar Gunnarsson - Sjómaður
  • Valdimar Leó Friðriksson - Framkvæmdastjóri
  • Valdimar O. Hermannsson - Rekstrarstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×