Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 22:15 Þórhallur Pálsson, leiðsögumaður Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57
Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38