Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2018 22:15 Hálslón við Kárahnjúka. Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45