Fótbolti

Lukaku kemur Neymar til varnar: Hann er ekki leikari

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fjórir frábærir sem verða í eldlínunni í kvöld
Fjórir frábærir sem verða í eldlínunni í kvöld vísir/getty
Belgíska markamaskínan Romelu Lukaku kemur Neymar til varnar og tekur ekki undir gagnrýni þess efnis að sá brasilíski stundi leikaraskap á HM í Rússlandi.


Neymar hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir leikræna tilburði á mótinu.



Belgar mæta Brasilíu í 8-liða úrslitum í dag klukkan 18:00 en leikið verður í Kazan. Lukaku fer fyrir liði Belgíu og hann hefur ekki áhyggjur af meintum leikaraskap Brassans knáa.

„Hann er svo hæfileikaríkur. Fyrir mér er Neymar enginn leikari. Varnarmenn taka á honum af meiri hörku en vanalega því hann er með yfirnáttúrulega hæfileika.“

„Ég held að hann verði einn daginn besti leikmaður heims og ég er ánægður að fá að mæta honum,“ segir Lukaku.
 

Tengdar fréttir

Ronaldo: Gagnrýnin á Neymar algjört bull

Fyrrum stórstjarna Brasilíu segir núverandi stjörnu liðsins fá ósanngjarna gagnrýni. Hinn 26 ára Neymar hefur verið mikið í umræðunni eftir leik Brasilíu og Mexíkó í 16-liða úrslitunum á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×