Bandaríkin andsnúin brjóstagjöf Andri Eysteinsson skrifar 8. júlí 2018 17:59 Fundurinn fer fram í svissnesku borginni Genf. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum. Donald Trump Erlent Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum.
Donald Trump Erlent Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira