Innlent

Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Er grænmetið innkallað vegna gruns um listeríu.
Er grænmetið innkallað vegna gruns um listeríu.

Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu (Listeria monocytogene).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu en samkvæmt henni auðkenna eftirfarandi upplýsingar vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Pinguin.
Vöruheiti: Sweet Corn Kernels og Mexican Mixed Vegetables.
Strikanúmer: 5411683230588 og 5411683232117.
Nettómagn: 2,5 kg.
Lotunúmer: Allar dagsetningar milli 13. ágúst 2016 og 20. júní 2018.
Geymsluskilyrði: Frystivara.
Innflytjandi: Madsa ehf., Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík.
Dreifing: Stóreldhús og verslun Stórkaupa, Faxafeni 8.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.