Fótbolti

Emil grét og baðst fyrirgefningar eftir tapið gegn Króatíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emil Hallfreðsson liggur eftir á vellinum í leikslok. Svekkelsið mikið.
Emil Hallfreðsson liggur eftir á vellinum í leikslok. Svekkelsið mikið. Vísir/Vilhelm
Emil Hallfreðsson var einn besti leikmaður Íslands á HM í Rússlandi og átti frábæran leik gegn Króatíu. Þar gerði hann þó ein mistök sem urðu dýrkeypt, Króatar skoruðu sigurmarkið eftir að hann tapaði boltanum.

Það eru þó fáir, ef einhverjir, sem kenna Emil um tapið, þvert á móti hrósa flestir honum fyrir frábæra frammistöðu og viðbrögð flestra við frammistöðu íslenska liðsins á mótinu góð.

Emil og kona hans, Ása María Reginsdóttir, voru í stóru og opinskáu viðtali í Fréttablaðinu í morgun.

Þar sagði Ása að Emil hefði grátið eftir leikinn og beðist fyrirgefningar.

„Hann grét með mér eftir leikinn við Króatíu og sagði fyrirgefðu,“ segir Ása. „Það er hann í hnotskurn. Hann hefur svo einlægan vilja til að gera vel og er svo heiðarlegur,“ segir hún. „En auðvitað sagði ég við hann að hann þyrfti ekkert að segja fyrirgefðu. Hann hefði staðið sig frábærlega. Og þeir allir. Ég er svo stolt af honum,“ segir Ása.

Viðtalið við Ásu og Emil má lesa hér.


Tengdar fréttir

Emil besti leikmaður Íslands á HM

Emil Hallfreðsson stóð sig best af leikmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta á HM í Rússlandi samkvæmt frammistöðumati blaðamanna Vísis.

Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld

Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×