Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 19:37 Donald Trump við undirritun tilskipunarinnar í kvöld, ásamt Kristjen Nielsen heimavarnaráðherra Bandaríkjanna og Mike Pence varaforseta. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. Hann tilkynnti fyrr í dag að hann myndi grípa til aðgerða til að stöðva þá stefnu um að aðskilja börn þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin frá foreldrum sínum, en hún hefur vakið mikla reiði.Sjá einnig: Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Við undirskrift tilskipunarinnar sagði Trump að þrátt fyrir þetta myndi hann ekki draga úr hörku þegar kemur að meðhöndlun mála þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin. „Ég tel þetta vera mikilvæga tilskipun. Hún snýst um að halda fjölskyldum saman á sama tíma og tryggjum það að við höfum öflug og sterk landamæri, og öryggisgæsla á landamærunum verði jafn sterk, ef ekki sterkari, en áður.“, sagði Trump eftir undirritunina nú í kvöld. „Þetta mun gleðja marga.“, bætti hann svo við. Þessi tilskipun forsetans í kvöld skýtur skökku við fyrri ummæli Hvíta hússins, en áður fyrr hafði forsetinn og starfsfólk hans sagst vera valdalaus þegar kæmi að þessu máli. Lögin væru einfaldlega svona og þeim bæri að framfylgja þeim, en aðgerðarleysi forsetans vakti reiði margra og var það gagnrýnt frá báðum áttum stjórnmálanna. Skorað var á íslensk stjórnvöld að mótmæla stefnunni opinberlega og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að stefnan væri ógeðfelld. Þá óskaði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna málsins. Þá sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar í samtali við New York Times að börn og foreldrar sem hafa nú þegar verið aðskilin yrðu ekki sameinuð þegar í stað, heldur yrðu þau áfram í haldi á meðan foreldrar þeirra biðu úrvinnslu eigin mála.The Trump administration tells the NYT that it doesn't plan to reunite the children and parents who are currently separated: https://t.co/6T2Ya6cd3U pic.twitter.com/eQ3gTcSkb1— Daniel Dale (@ddale8) 20 June 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. Hann tilkynnti fyrr í dag að hann myndi grípa til aðgerða til að stöðva þá stefnu um að aðskilja börn þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin frá foreldrum sínum, en hún hefur vakið mikla reiði.Sjá einnig: Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Við undirskrift tilskipunarinnar sagði Trump að þrátt fyrir þetta myndi hann ekki draga úr hörku þegar kemur að meðhöndlun mála þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin. „Ég tel þetta vera mikilvæga tilskipun. Hún snýst um að halda fjölskyldum saman á sama tíma og tryggjum það að við höfum öflug og sterk landamæri, og öryggisgæsla á landamærunum verði jafn sterk, ef ekki sterkari, en áður.“, sagði Trump eftir undirritunina nú í kvöld. „Þetta mun gleðja marga.“, bætti hann svo við. Þessi tilskipun forsetans í kvöld skýtur skökku við fyrri ummæli Hvíta hússins, en áður fyrr hafði forsetinn og starfsfólk hans sagst vera valdalaus þegar kæmi að þessu máli. Lögin væru einfaldlega svona og þeim bæri að framfylgja þeim, en aðgerðarleysi forsetans vakti reiði margra og var það gagnrýnt frá báðum áttum stjórnmálanna. Skorað var á íslensk stjórnvöld að mótmæla stefnunni opinberlega og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að stefnan væri ógeðfelld. Þá óskaði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna málsins. Þá sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar í samtali við New York Times að börn og foreldrar sem hafa nú þegar verið aðskilin yrðu ekki sameinuð þegar í stað, heldur yrðu þau áfram í haldi á meðan foreldrar þeirra biðu úrvinnslu eigin mála.The Trump administration tells the NYT that it doesn't plan to reunite the children and parents who are currently separated: https://t.co/6T2Ya6cd3U pic.twitter.com/eQ3gTcSkb1— Daniel Dale (@ddale8) 20 June 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00