Erlent

Konur í Sádí-Arabíu komnar í ökumannssætið

Kjartan Kjartansson skrifar
Hessah al-Ajaji ók um götur Riyadh í gærkvöldi eftir að konur fengu réttindi til að aka bíl.
Hessah al-Ajaji ók um götur Riyadh í gærkvöldi eftir að konur fengu réttindi til að aka bíl. Vísir/AP

Áratugalöngu banni við akstri kvenna í Sádí-Arabíu lauk á miðnætti að staðartíma í gærkvöldi og fagnaði fjöldi kvenna nýfengnu frelsi með því að setjast undir stýri. Tilslökunin er hluti af umbótum sem Salman konungur skipaði fyrir um í haust.

„Þetta er skrýtin tilfinning, ég er svo glöð...ég er bara svo stolt að vera að þessu einmitt núna,“ sagði Majdooleen al-Ateeq, 23 ára íbúi Riyadh, sem ók um á svörtum Lexus þegar hún ræddi við fréttamenn Reuters.

Bannið hefur sætt harðri gagnrýni vestrænna ríkja í gegnum tíðina og var meðal annars líkt við ógnarstjórn talibana í Afganistan.

Enn eru þó fáar konur með bílpróf í Sádí-Arabíu. Þær sem eru með próf erlendis byrjuðu að öðlast réttindi heima fyrir fyrr í þessum mánuði en aðrar afla sér ökuréttinda í nýjum ríkisreknum ökuskóla. Búist er við því að um þrjár milljónir kvenna verði akandi fyrir árið 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.