Fótbolti

Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Aron Einar og félagar fá stuðning í kvöld.
Aron Einar og félagar fá stuðning í kvöld. vísir /vilhelm
Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld.

Með knattspyrnuliði Rostov spila þrír íslenskir landsliðsmenn - Björn Bergmann, Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason - og stuðningsmenn liðsins ætla klárlega að halda með þeim.

Ragnar sagði í viðtali fyrir mótið að hann þyrfti ekkert að biðja um stuðning. Hann yrði pottþétt til staðar. Það var spurt út í þessi mál á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær.

„Vonandi fáum við fínan stuðning og það myndi breyta miklu. Við fáum alltaf frábæran stuðning á Laugardalsvelli og það hjálpar okkur mikið,“ sagð landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

„Vonandi náum við að spila góðan leik fyrir fólkið hér í borginni. Við ætlum að klára okkar vinnu og það er það eina sem skiptir máli í þessu.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×