Fótbolti

Sumarmessan: Louis van Gaal eða David Moyes arftakar Heimis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörvar stakk meðal annars upp á David Moyes og Luis van Gaal sem arftökum Heimis.
Hjörvar stakk meðal annars upp á David Moyes og Luis van Gaal sem arftökum Heimis. Vísir/getty
Harry Kane er efstur í baráttunni um gullskóinn á HM eftir þrennu hans gegn Panama um helgina. Sérfræðingar Sumarmessunnar töldu myndbandstæknina hjálpa Kane að landa gripnum eftirsótta.

„Harry Kane er í vítunum hjá Englendingum og í dag eru víti í öllum leikjum,“ sagði Hjörvar Hafliðason þegar Benedikt Valsson varpaði spurningunni um gullskóinn fram í liðnum Dynamo þrasið í Sumarmessunni í gær.

Sjá einnig:Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld

Reynir Leósson var ekki sammála Hjörvari og taldi Romelu Lukaku hirða gullskóinn, en hann er einu marki á eftir Kane með fjögur mörk.

Cristiano Ronaldo er einnig með fjögur mörk.

Þeir þrættu einnig um landsliðsþjálfarastöðu íslenska landsliðsins ef Heimir Hallgrímsson hætti og kom Hjörvar með nokkrar bombur sem Reynir hristi höfuðið yfir, Louis van Gaal og David Moyes.

Af þeim íslensku nöfnum sem þeir nefndu voru Heimir Guðjónsson, Rúnar Kristinsson og Ólafur Kristjánsson þeir einu sem komu til greina að mati sérfræðinganna.

Sumarmessan er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×