Segir Íslendinga með bjartsýnina í genunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í gær Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30
Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33