Netníðingar áreita ráðherra fyrir meinta nýrnagjöf frá múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 10:44 Sushma Swaraj nær eyra Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands Vísir/Getty Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir. Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir.
Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55