Netníðingar áreita ráðherra fyrir meinta nýrnagjöf frá múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 10:44 Sushma Swaraj nær eyra Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands Vísir/Getty Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir. Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir.
Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55