Netníðingar áreita ráðherra fyrir meinta nýrnagjöf frá múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 10:44 Sushma Swaraj nær eyra Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands Vísir/Getty Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir. Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir.
Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent