Fótbolti

Hjörvar vill að Heimir skrifi undir á morgun: „Ekki til betri maður í starfið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísland er úr leik á HM í Rússlandi eftir 2-1 tap gegn Króatíu í Rostov í gærkvöldi. Knattspyrnusérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason segir þjóðina geta verið sátta með árangurinn á mótinu.

„Við hefðum viljað fá fleiri stig en spilamennskan í gær var góð, fyrri hálfleikur gegn Argentíu var sérstaklega góður og sá leikur var góður. Einu ef hægt er að tala um vonbrigði var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu sem var langversti hálfleikurinn okkar í þessari keppni og í raun og veru fer hann svolítð með þetta,“ sagði Hjörvar við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heimir Hallgrímsson mun taka sér næstu tvær vikur í að ákveða hvort hann muni halda áfram í starfi landsliðsþjálfara. Vill Hjörvar að KSÍ haldi Heimi?

„Engin spurning. Ef Heimir er til í að vera áfram þá bara helst hann skrifi undir á morgun. Það er ekki til betri maður í starfið.“

„Þessi hópur af drengjum getur alveg farið með okkur á HM 2022 þó að við séum komnir með fullorðið lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Viðtal Gaupa við Hjörvar í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×