Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2018 19:45 Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen. Dýr Norðurlönd Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira