Fótbolti

Neville biður Englendinga um að vera jákvæðari en nokkru sinni fyrr

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neville er virtur knattspyrnusérfræðingur
Neville er virtur knattspyrnusérfræðingur vísir/getty
Enska landsliðið er oft gagnrýnt harkalega af sínum eigin stuðningsmönnum og fjölmiðlum í heimalandinu. Gary Neville hefur kallað eftir því að enska þjóðin þurfi að vera jákvæð þrátt fyrir tap gegn Belgum í lokaleik riðlakeppninnar á HM í Rússlandi.

Englendingar eru komnir í 16-liða úrslitin þar sem þeir mæta Kólumbíu og ljóst var fyrir leik Englands og Belga í gærkvöld að bæði lið færu áfram sama hvað gerðist.

„Allir hafa verið mjög jákvæðir og glaðir síðustu vikuna og nú þurfum við að vera jákvæðari en aldrei fyrr,“ sagði Neville en hann er einn sérfræðinga ITV.

„Ég er ekki með neinn hroka eða vanmat gegn Kólumbíu, við gætum vel tapað fyrir þeim. En við erum í gullnu tækifæri á að komast í undanúrslitin þar sem við mætum Svíþjóð eða Sviss í 8-liða úrslitunum vinnum við Kólumbíu.“

„Leikmennirnir eru svekktir með tapið, án efa, en þeir þurfa að vera jákvæðir því þetta er svo gott tækifæri.“

England og Kólumbía mætast í 16-liða úrslitunum á þriðjudag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×