Fótbolti

Sumarmessan: Þeir bestu, verstu og flottasta markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fóru yfir málin í gær.
Strákarnir fóru yfir málin í gær. vísir/skjáskot
Riðlakeppninni á HM 2018 í Rússlandi lauk í gærkvöldi og því var ekki úr vegi að kíkja á besta markið og bestu og verstu leikmennina í Sumarmessunni í gærkvöldi.

Benedikt Valsson, Geir Ólafsson, Hjörvar Hafliðason og Reynir Leósson fóru yfir stöðuna og völdu bestu leikmennina og eining þá verstu en einnig var valið besta markið.

Í liði þeirra verstu ellefu á mótinu voru fimm Þjóðverjar auk þess sem Pólverjar áttu þrjá leikmenn. Í besta liðinu voru hins vegar tveir Kólumbíumenn við mikla lukku Geirs.

Besti leikmaðurinn var svo valinn Luka Modric og besta markið var valið mark Jesse Lingard gegn Panama.

Besta markið
Besta liðið
Besti leikmaðurinn
Versta liðið

Tengdar fréttir

Sumarmessan: Algjör vitleysa að taka Alfreð út af

Það vakti furðu margra að Heimir Hallgrímsson skildi hafa tekið Alfreð Finnbogason út af í leik Íslands og Króatíu á þriðjudag en Alfreð hefur verið einn heitasti framherji íslenska liðsins upp á síðkastið. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu skiptinguna í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×