Fótbolti

Sumarmessan: Algjör vitleysa að taka Alfreð út af

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.
Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM. Vísir/Getty
Það vakti furðu margra að Heimir Hallgrímsson skildi hafa tekið Alfreð Finnbogason út af í leik Íslands og Króatíu á þriðjudag en Alfreð hefur verið einn heitasti framherji íslenska liðsins upp á síðkastið. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu skiptinguna í gærkvöld.

„Þessi leikur var aldrei að fara að enda 1-1,“ sagði Hjörvar Hafliðason

„Það er einhver rosalegur kraftur með okkur og ég hugsaði með mér að við værum að fara að vinna þetta,“ sagði Hjörvar og tók Reynir Leósson undir það með honum.

„Þetta er líklegasti maðurinn til að skora, hann og Gylfi,“ sagði Reynir.

Íslenska liðið sótti stíft undir lok leiksins gegn Króatíu en fann ekki sigurmarkið. Þess í stað skoruðu Króatar og unnu leikinn 2-1 og Ísland var úr leik.

„Ekki láta þetta líta út eins og við séum að hengja Heimi fyrir þetta eða eitthvað slíkt, þetta er ekki þannig,“ vildi Hjörvar þó ítreka.

„Þetta kom mér mjög mikið á óvart og mér fannst þetta vitlaus skipting. Að hafa tekið hann út af var algjör vitleysa, eftir á að hyggja.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×