Lífið

David Beckham lýsir ást sinni á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Beckham virðist vera afar sáttur með veiðiferðina
Beckham virðist vera afar sáttur með veiðiferðina Vísir

Knattspyrnumaðurinn David Beckham er staddur á Íslandi í veiði með vini sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hann birtir myndir af veiðiferðinni á Instagram og segist elska Ísland.

Nútíminn hafði áður greint frá því að Beckham væri staddur á Íslandi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands. Renndi hann fyrir laxi í Langá árið 2016 en þá var hann í för með Victoriu Beckham, eiginkonu sinni og börnum, en nú virðist hann vera einn á ferð.

Beckham birtir myndir af veiðiferðinni á Instagram og í texta á einni myndinni segir hann: „Þeir eru kannski dottnir út af HM en fjandinn hafi það, ég elska Ísland,“ en Beckham táknar Ísland með íslenska fánanum.

Ef marka má myndirnar virðist Beckham vera í góðu yfirlæti við veiðarnar í Norðurá með félaga sínum Björgólfi Thor en þeir kynntust þegar börn þeirra gengu saman í skóla.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.