Lífið

Beckham renndi fyrir lax og landaði einum slíkum

Jóhann óLI Eiðsson skrifar
Beckham hefur dvalið á landinu í tvo daga.
Beckham hefur dvalið á landinu í tvo daga. mynd/beckham og vísir/friðrik þór

Útlit er fyrir að fyrrverandi landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, David Beckham, hafi landað laxi í veiði hér á landi. Annað hvort það eða hann stundar grimma sögufölsun á Instagram-reikningi sínum.

Beckham kom hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Hann lenti í einkaþotu, ásamt Victoriu eiginkonu sinni og börnum sínum, á Reykjavíkurflugvelli. Þar tók Björgólfur Thor Björgólfsson á móti honum.

Ekki liggur fyrir í hvaða á kappinn kíkti. Í frétt DV, þar sem sagt var frá yfirvofandi komu Beckham, kom fram að leiðin lægi í Langá. Björgólfur Thor er hins vegar nokkur aðdáandi Haffjarðarár. Í það minnsta er ljós að fiskur varð á vegi knattspyrnumannsins fyrrverandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.