Lífið

David Beckham í Þríhnjúkagíg

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðmundur Óskar og Beckham á góðri stundu.
Guðmundur Óskar og Beckham á góðri stundu. Vísir/Guðmundur Óskar

Fótboltastjarnan David Beckham fór ásamt fríðu föruneyti í Þríhnjúkagíg í dag. Með honum í för þangað var Guðmundur Óskar, bassaleikari Hjaltalín, sem nýtti tækifærið og póstaði selfie með sér og fótboltastjörnunni áður en þeir fóru ofan í gíginn.

Guðmundur er greinilega mikill aðdáandi Manchester United því hann bendir á með myndinni að 25 ár séu liðin frá því að Beckham gekk til liðs við knattspyrnuliðið.

Beckham er hér ásamt fjölskyldu sinni í sumarfrí en þau eru hér í fylgd vinar síns Björgúlfs Thor viðskiptamanns. Það er greinilega hvergi til sparað enda ekki á allra færi að fara ofan í gíginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.