Lífið

David Beckham í Þríhnjúkagíg

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðmundur Óskar og Beckham á góðri stundu.
Guðmundur Óskar og Beckham á góðri stundu. Vísir/Guðmundur Óskar
Fótboltastjarnan David Beckham fór ásamt fríðu föruneyti í Þríhnjúkagíg í dag. Með honum í för þangað var Guðmundur Óskar, bassaleikari Hjaltalín, sem nýtti tækifærið og póstaði selfie með sér og fótboltastjörnunni áður en þeir fóru ofan í gíginn.

Guðmundur er greinilega mikill aðdáandi Manchester United því hann bendir á með myndinni að 25 ár séu liðin frá því að Beckham gekk til liðs við knattspyrnuliðið.

Beckham er hér ásamt fjölskyldu sinni í sumarfrí en þau eru hér í fylgd vinar síns Björgúlfs Thor viðskiptamanns. Það er greinilega hvergi til sparað enda ekki á allra færi að fara ofan í gíginn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.