Beckham ánægður með íslenskan aðdáendaklúbb Alberts Morgan Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. júlí 2016 15:14 Börn Beckham hjónanna fóru ekki með ofan í gíginn í hádeginu í dag. Vísir/Friðrik Þór Söngkonan Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar bassaleikari Hjaltalín fóru niður í Þríhnjúkagíg um hádegisbilið í dag og léku nokkur lög fyrir David og Victoriu Beckham. Guðmundur lék á gítar á meðan Sigríður söng. Með Beckham hjónunum voru Björgólfur Thor og Katrín eiginkona hans. „Við vorum bara fengin til þess að koma og spila ofan í gígnum,“ segir Guðmundur Óskar sem af virðingu við Beckham hjónin vill ekki gefa upp hvaða lög þau voru beðin um að spila. „Við höfum gert þetta áður. Stundum er fólk að fara þarna niður og stundum er hópar sem biðja um tónlistaratriði.“ Guðmundur Óskar deildi í sakleysi sínu mynd af sér með Beckham á Facebook í dag enda mikill aðdáandi Manchester United. Honum til lítillar skemmtunar hefur síminn varla stoppað frá fjölmiðlum. „Þetta er með þeim skrítnari uppákomum sem ég hef tekið þátt í en ég vill ekki vera að slúðra neinu persónulegu um þeirra mál. Ég vil ekki vera gæinn sem spilaði ofan í Þríhnjúkagíg með Beckham og fór svo beint í fjölmiðla með slúðrið."Guðmundur fékk að láta taka mynd af sér með Beckham og deildi á Instagram og Fésbók.Vísir/einkasafnÍ aðdáendaklúbbi Alberts MorganGuðmundur viðurkennir þó að þetta hafi verið sérstök upplifun fyrir sig þar sem hann er mikill fótboltaunnandi og hefur alla tíð stutt Manchester United. Það var honum sérstök ánægja að hitta gamla goðið sitt á þessum degi, því í dag eru 25 ár síðan Beckham gekk til liðs við MU. "Hann var virkilega viðkunnanlegur. Ég vissi af dagsetningunni því ég er í klúbbi sem var stofnaður til heiðurs Alberts Morgan. Það var gaur sem vann í krúinu hjá Alex Ferguson sem var með eitthvað órætt hlutverk. Hann virtist hafa það eina hlutverk að vera góður vinur allra og við skýrðum klúbbinn því eftir honum. Fáir vita hver hann er þrátt fyrir að hafa verið mikilvægur hlekkur í MU keðjunni. Beckham fannst mikið til þess koma að við skyldum vera með klúbb hér á Íslandi í hans nafni.“ Guðmundur segist ekkert hafa talað við hann um árangur íslenska karla landsliðsins í fótbolta. Líklegast var það skynsamlegt af honum þar sem það gæti verið viðkvæmt umræðuefni við fyrrverandi fyrirliða Englands sem Ísland sló út í 16-liða úrslitum.Nokkuð um tónlistarflutning í gígnumTöluverð tíska hefur verið fyrir því að halda tónleika ofan í hellinum en á Secret Solstice hátíðinni spiluðu þar Chino Morino söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Deftones og Snorri Helgason. Í fyrra fóru strákarnir í Kaleo niður holuna og fluttu þar órafmagnaða útgáfu af lagi sínu Way Down We Go. Myndbandið af þeim flutningi hefur fengið um 3,5 milljón spilanir á Youtube.Varað hefur verið við því að framkalla of mikinn hávaða inn í hellinum vegna hættu á grjóthruni og þess vegna þurfa allir þeir sem fara niður að vera með tilheyrandi hjálma. Einnig er það ástæðan fyrir því að tónleikar eru oftast órafmagnaðir þegar farið er niður.Að neðan má sjá myndasyrpu frá komu Beckham hjónanna til Íslands í gærkvöldi. Friðrik Þór Halldórsson tók myndirnar.Guðmundur Óskar spilaði fyrir David Beckham í þríhnúkagíg. Tengdar fréttir David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Björgólfur Thor Björgólfsson tók á móti Beckham fjölskyldunni á Reykjavíkurflugvelli. 7. júlí 2016 21:10 David og Victoria Beckham nýir Íslandsvinir Væntanlega til landsins í dag en þau munu vera gestir Björgólfs Thors Björgólfssonar. 7. júlí 2016 12:51 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira
Söngkonan Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar bassaleikari Hjaltalín fóru niður í Þríhnjúkagíg um hádegisbilið í dag og léku nokkur lög fyrir David og Victoriu Beckham. Guðmundur lék á gítar á meðan Sigríður söng. Með Beckham hjónunum voru Björgólfur Thor og Katrín eiginkona hans. „Við vorum bara fengin til þess að koma og spila ofan í gígnum,“ segir Guðmundur Óskar sem af virðingu við Beckham hjónin vill ekki gefa upp hvaða lög þau voru beðin um að spila. „Við höfum gert þetta áður. Stundum er fólk að fara þarna niður og stundum er hópar sem biðja um tónlistaratriði.“ Guðmundur Óskar deildi í sakleysi sínu mynd af sér með Beckham á Facebook í dag enda mikill aðdáandi Manchester United. Honum til lítillar skemmtunar hefur síminn varla stoppað frá fjölmiðlum. „Þetta er með þeim skrítnari uppákomum sem ég hef tekið þátt í en ég vill ekki vera að slúðra neinu persónulegu um þeirra mál. Ég vil ekki vera gæinn sem spilaði ofan í Þríhnjúkagíg með Beckham og fór svo beint í fjölmiðla með slúðrið."Guðmundur fékk að láta taka mynd af sér með Beckham og deildi á Instagram og Fésbók.Vísir/einkasafnÍ aðdáendaklúbbi Alberts MorganGuðmundur viðurkennir þó að þetta hafi verið sérstök upplifun fyrir sig þar sem hann er mikill fótboltaunnandi og hefur alla tíð stutt Manchester United. Það var honum sérstök ánægja að hitta gamla goðið sitt á þessum degi, því í dag eru 25 ár síðan Beckham gekk til liðs við MU. "Hann var virkilega viðkunnanlegur. Ég vissi af dagsetningunni því ég er í klúbbi sem var stofnaður til heiðurs Alberts Morgan. Það var gaur sem vann í krúinu hjá Alex Ferguson sem var með eitthvað órætt hlutverk. Hann virtist hafa það eina hlutverk að vera góður vinur allra og við skýrðum klúbbinn því eftir honum. Fáir vita hver hann er þrátt fyrir að hafa verið mikilvægur hlekkur í MU keðjunni. Beckham fannst mikið til þess koma að við skyldum vera með klúbb hér á Íslandi í hans nafni.“ Guðmundur segist ekkert hafa talað við hann um árangur íslenska karla landsliðsins í fótbolta. Líklegast var það skynsamlegt af honum þar sem það gæti verið viðkvæmt umræðuefni við fyrrverandi fyrirliða Englands sem Ísland sló út í 16-liða úrslitum.Nokkuð um tónlistarflutning í gígnumTöluverð tíska hefur verið fyrir því að halda tónleika ofan í hellinum en á Secret Solstice hátíðinni spiluðu þar Chino Morino söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Deftones og Snorri Helgason. Í fyrra fóru strákarnir í Kaleo niður holuna og fluttu þar órafmagnaða útgáfu af lagi sínu Way Down We Go. Myndbandið af þeim flutningi hefur fengið um 3,5 milljón spilanir á Youtube.Varað hefur verið við því að framkalla of mikinn hávaða inn í hellinum vegna hættu á grjóthruni og þess vegna þurfa allir þeir sem fara niður að vera með tilheyrandi hjálma. Einnig er það ástæðan fyrir því að tónleikar eru oftast órafmagnaðir þegar farið er niður.Að neðan má sjá myndasyrpu frá komu Beckham hjónanna til Íslands í gærkvöldi. Friðrik Þór Halldórsson tók myndirnar.Guðmundur Óskar spilaði fyrir David Beckham í þríhnúkagíg.
Tengdar fréttir David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Björgólfur Thor Björgólfsson tók á móti Beckham fjölskyldunni á Reykjavíkurflugvelli. 7. júlí 2016 21:10 David og Victoria Beckham nýir Íslandsvinir Væntanlega til landsins í dag en þau munu vera gestir Björgólfs Thors Björgólfssonar. 7. júlí 2016 12:51 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira
David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Björgólfur Thor Björgólfsson tók á móti Beckham fjölskyldunni á Reykjavíkurflugvelli. 7. júlí 2016 21:10
David og Victoria Beckham nýir Íslandsvinir Væntanlega til landsins í dag en þau munu vera gestir Björgólfs Thors Björgólfssonar. 7. júlí 2016 12:51
David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49