Bæjarbúar í Gelendzhik fengu ekki að sjá frægasta búningastjóra í heimi Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 13:30 Þessi ágæta kona var með íslenska fánann og fylgdist með leikmönnum og starfsfólki landsliðsins. Þó ekki frægasta búningastjóra í heimi, Sigga dúllu. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira