Innlent

Ármann verður áfram bæjarstjóri í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Vísir/Arnþór/Anton

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta fyrir komandi kjörtímabil. Málefnasamningur verður kynntur fyrir fulltrúaráðum flokkanna annað kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu um meirihlutasamstarfið sem Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðismanna, sendir fjölmiðlum.

Þar kemur fram að Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri og Birkir Jón formaður bæjarráðs.

Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna.

Á síðasta kjörtímabili var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasamendum um áframhaldandi meirihlutasamstarf með BF Viðreisn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.