Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 21:00 Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga. Vísir/GVA Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13