Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 12:47 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. Vísir/Arnþór/Anton Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ætlar að blása til fundar í dag og ræða málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki verið sammála um það hvort flokkurinn eigi að halda áfram í meirihlutasamstarfi með Bjartri framtíð/Viðreisn eða hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur því hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með Theodóru. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan samstarfsflokks síns því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni.AðsentÁrmann segir, í samtali við Vísi, að hann hefði viljað starfa áfram með BF Viðreisn. „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ segir Ármann sem bætir við að þrátt fyrir það þá sé meirihluti bæjarfulltrúa ekki sammála því. Í gærkvöldi sendu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullu trausti til Ármanns, hann hafi óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka. Þó lýsa þremenningarnir yfir efasemdum við áframhaldandi samstarf við BF Viðreisn. Forsendur samstarfsins hefðu breyst. Sjá nánar: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Spurður hver hans viðbrögð séu við þeim orðum sem Theodóra lét falla um helgina svarar Ármann: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru og hef ekki undan neinu að kvarta.“ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla sem fyrr segir að hittast í dag og ræða málin. Ármann segist ekki þora að fullyrða neitt um það hvenær niðurstöðu sé að vænta en telur óhætt segja að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í kosningunum.Ekki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ætlar að blása til fundar í dag og ræða málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki verið sammála um það hvort flokkurinn eigi að halda áfram í meirihlutasamstarfi með Bjartri framtíð/Viðreisn eða hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur því hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með Theodóru. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan samstarfsflokks síns því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni.AðsentÁrmann segir, í samtali við Vísi, að hann hefði viljað starfa áfram með BF Viðreisn. „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ segir Ármann sem bætir við að þrátt fyrir það þá sé meirihluti bæjarfulltrúa ekki sammála því. Í gærkvöldi sendu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullu trausti til Ármanns, hann hafi óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka. Þó lýsa þremenningarnir yfir efasemdum við áframhaldandi samstarf við BF Viðreisn. Forsendur samstarfsins hefðu breyst. Sjá nánar: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Spurður hver hans viðbrögð séu við þeim orðum sem Theodóra lét falla um helgina svarar Ármann: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru og hef ekki undan neinu að kvarta.“ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla sem fyrr segir að hittast í dag og ræða málin. Ármann segist ekki þora að fullyrða neitt um það hvenær niðurstöðu sé að vænta en telur óhætt segja að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í kosningunum.Ekki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13