Innlent

Íbúðarlánasjóður hvetur góðgerðarsamtök til að stofna leigufélög

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sigrún Ásta Magnúsdóttir deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir að á miðvikudaginn í næstu viku verði kynning þar sem góðgerðarsamtökum verði kennt að stofna leigufélög.
Sigrún Ásta Magnúsdóttir deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir að á miðvikudaginn í næstu viku verði kynning þar sem góðgerðarsamtökum verði kennt að stofna leigufélög. Mynd/ÍLS

Íbúðarlánasjóður fór á dögunum fram á að rúmlega 20 leigufélög svöruðu hvernig þau uppfylltu skilyrði frá 2013 um leiguíbúðarlán þar sem meðal annars er óheimilt að greiða út arð. Þá væri verið að kanna hvort ákvarðanir um hækkun leigu standist lánareglur.

Sigrún Ásta Magnúsdóttir deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir að á miðvikudaginn í næstu viku verður sjóðurinn svo með námskeið um hvernig hægt er að stofna óhagnaðardrifin leigufélög.
„Við viljum fá sem flesta á kynninguna en bjóðum alla vega góðgerðarsamtökum og ýmsum félagasamtökum sem gætu mögulega séð sér fært að stofna slík félög,“ segir Sigrún.

Hún segir að hægt bæði verði hægt að fá stofnframlög og lán fyrir slíkum félögum.

„Í raun er þetta spurning um stofnframlög ríkis-og sveitarfélaga sem er þá hægt að fá úthlutað til uppbyggingar en það kemur þá í formi eiginfjár til uppbyggingar á íbúðunum. Og svo er líka möguleiki að fá lán hjá Íbúðarlánasjóði og öðrum lánastofnunum,“ segir Sigrún.

Búið er að lögfesta nýtt hlutverk fyrir Íbúðarlánasjóð en hann er nú sú stofnun sem sér um framkvæmd húsnæðismála á landinu í staðinn fyrir að vera eingöngu lánasjóður. Kynningin á miðvikudaginn er hluti af þessu nýja hlutverki og það er verið að skoða meira. En sjóðurinn á um 360 eignir og nú er verið að kanna hvort hann stofni leigufélag utan um þær.
„Það er verið að skoða hvort möguleiki sé að að stofna leigufélag að finnskri fyrirmynd utan um þessar eignir sjóðsins,“ segir Sigrún að lokum.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.