Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. júní 2018 11:30 Messi við komuna til Moskvu vísir/getty Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira