Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. júní 2018 15:00 Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira