Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. júní 2018 15:00 Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira