Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. júní 2018 15:00 Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira