Fótbolti

Salah byrjaður að æfa með landsliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah á æfingu landsliðsins í dag
Salah á æfingu landsliðsins í dag mynd/egypska knattspyrnusambandið
Framherjinn Mohamed Salah er byrjaður að æfa með egypska landsliðinu eftir axlarmeiðsli. Egyptar hefja leik á HM eftir aðeins tvo daga.

Salah meiddist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madrid. Í fyrstu var talið að hann gæti misst af HM en nú þykir orðið næsta víst að hann muni geta tekið einhvern þátt.

Salah var mættur á æfingu landsliðsins í Rússlandi í dag og er það í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í hópæfingu liðsins en er ekki einn með sjúkraþjálfara.

Egyptar byrja keppni á HM á föstudag gegn Úrúgvæ. Þeir eru í riðli með gestgjöfum Rússlans og Sádi-Arabíu.






Tengdar fréttir

Greip um meiddu öxlina á Salah og bað um selfie

Egypskur knattspyrnuáhugamaður er væntanlega ekki vinsælasti maðurinn þar í landi eftir að hafa verið aðeins of aðgangsharður þegar hann sóttist eftir selfie með Mo Salah.

Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta

Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur.

Salah á góðri leið í endurhæfingunni

Mohamed Salah virðist vera á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir meiðslin sem hann hlaut síðustu helgi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×