Innlent

Bilað kort olli sambandsleysi við umheiminn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margir komust ekki inn á leitarvél Google í morgun.
Margir komust ekki inn á leitarvél Google í morgun. Vísir/Getty
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu tóku ef til vill eftir því að erfiðlega gekk að komast inn á ýmsar vefsíður í morgunsárið. Bilun í korti hjá Mílu olli hægaganginum.

Nánast ómögulegt var að komast inn á leitarvél Google svo dæmi séu tekin auk þess sem að erfitt reyndist að komast inn á ýmsar innlendar síður.

Í samtali við Vísi segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu að kort í svokölluðu hraðbrautarsambandi fyrirtækisins hafi bilað.

„Það þurfti bara að fara niður í Múla og skipta út þessu korti og keyra samböndin upp á nýtt. Það var ekki lengi gert,“ segir Sigurrós en allt ætti að vera komið í samt lag þegar þetta er skrifað.

Það eru helst fyrirtæki sem nýta sér hið svokallaða hraðbrautarsamband en það er ætlað þeim sem þurfa mikla bandvídd. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×