Fótbolti

Strákarnir eru lagðir af stað til Moskvu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes slapp í gegnum öryggisleitina.
Hannes slapp í gegnum öryggisleitina. vísir/vilhelm

Íslenska landsliðið er komið upp í flugvél og er á leiðinni til Moskvu þar sem strákarnir mæta Argentínu í fyrsta leik á HM á laugardag.

Flugvélin átti að takast á loft klukkan 12:50 að íslenskum tíma og ætti vélin því að vera nýfarin af stað. Áætlaður lendingartími í Moskvu er klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Landsliðið æfir svo á keppnisvellinum í fyrramálið.

Strákarnir voru léttklæddir fyrir ferðalagið í dag en þeir fara í fínu jakkafötin frá Herragarðinum á leið sinni í leikinn sjálfann á Laugardag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis í Rússlandi, smellti þessum myndum af strákunum þegar þeir fóru í gegnum öryggishliðið á flugvellinum.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.