Trúnaðarbrestur og samskiptaleysi einkenndi störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2018 20:00 Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00
Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00