Kveðja frá Rússlandi: Heimir tekur „tannlækninn“ á kassann fyrir land og þjóð Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 13:00 Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á HM fyrstur manna en fær fleiri spurningar um tanlækningar en fótbolta. vísir/vilhelm Hann gjörsamlega ranghvolfdi augunum, haldandi að hann væri sloppinn við þessa spurningu um tannlækningar, allavega fram að HM. Maðurinn sem um er rætt er að sjálfsögðu landsliðsjálfarinn Heimir Hallgrímsson. Staðurinn er blaðamannaherbergi Laugardalsvallar og tilefnið er blaðamannafundur hans eftir jafnteflið á móti Gana. Það var margt áhugavert hægt að spyrja um eftir leikinn. Okkar menn ekki búnir að vinna í fjórum leikjum í röð, verið að fá á sig mikið af mörkum sem er óvanalegt, besti leikmaður liðsins var kominn aftur eftir meiðsli og var frábær en fyrirliðinn hefur ekkert spilað í langan tíma. Allskonar spurningar tengdar fótbolta. En, erlend blaðakona sem var stödd hér á landi til að sækja efni um íslenska liðið fyrir sinn heimamiðil hafði mest lítinn áhuga á fótboltanum. Hún vildi bara vita meira um rótarfyllingar Heimis í Vestmannaeyjum. Hann er eflaust búinn að fá á annað þúsund spurningar um þessa menntun sína undanfarin ár og því eðlilegt að hann sé orðinn þreyttur á henni. Heimir passaði upp á þetta myndi ekki taka yfir blaðamannafundinn á Spartak-vellinum í Moskvu í dag og sagði einfaldlega að hann væri tannlæknir og yrði áfram tannlæknir.Fagleg umfjöllun í einu stærsta blaði heims en tannlækningarnar í fyrirsögn.Heimir er ekki ókurteis maður. Þvert á móti. Þess vegna hefur hann svarað þessari spurningu oftar en góðu hófi gegnir alveg eins og Hannes Þór Halldórsson hefur mikið rætt um daga sína sem leikstjóri og Gylfi um fiskvinnsluna á sínum tíma. Það er samt alveg ástæða fyrir því að Heimir er ekkert að láta loka á þessar spurningar. Hann veit alveg að allt svona umtal og blaðaskrif um íslenska liðið berst víða. Meðal annars til Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Króatarnir vita reyndar að tannlæknirinn er frábær taktíker og leikstjórinn getur alveg varið. Þegar nánast öll erlend umfjöllun um Heimi og íslenska liðið eru bara fabúleringar um eitthvað sem tengist fótboltanum ekki neitt er erfitt fyrir stórstjörnur Argentínu að taka okkar menn alvarlega. Því hafa fleiri risalið klikkað á þessu og fengið skell fyrir vikið. Spyrjið bara Hollendinga og Englendinga. Heimir tekur þessar fabúleringar bara á kassann fyrir land og þjóð því þetta er orðið hálfpartinn liður í því að láta mótherjann mæta með vanmatið í fullu svingi til leiks á móti strákunum okkar. Heimir er ekkert orðinn of stór að halda að hann þurfi ekki á góðu vanmati Argentínu að halda þegar kemur að leiknum í Moskvu 16. júní.Heimir Hallgrímsson er foringinn í íslenska hópnum og veit að svona umtal hjálpar liðinu.vísir/vilhelmArgentínsku leikmennirnir hafa vafalítið farið á fjölmarga taktíska myndbandsfundi með þjálfara sínum og aðstoðarmönnum hans undanfarnar vikur þar sem farið er ítarlega yfir íslensku strákana og hvað hefur komið þeim alla leið á HM í fótbolta, minnst allra þjóða. Einhver er galdurinn. Galdurinn er skipulag, liðsheild, samheldni, óbilandi baráttuandi, stolt og dass af Gylfa Sig. Hægt er að undirbúa sig fyrir flest af þessu á æfingasvæðinu. Til dæmis föstu leikatriðin. Englendingar slepptu því. Roy Hodgson fór í göngutúr í staðinn fyrir að horfa á Ísland og skósveinar hans voru líklega í Candy Crush þegar að þeir áttu að fylgjast með Íslandi á móti Austurríki. Þeir fengu það í andlitið. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, er sjálfur mjög metnaðarfullur og taktískur þjálfari og ætlar ekki að láta einhvern ljóshærðan og kaffibrúnan tannlækni úr Vestmannaeyjum með milljón krónu bros þjálfa sig út af vellinum. Málið er að hann getur bara gert svo og svo mikið. Hann getur kennt þeim á íslenska liðið út og inn og sagt sínum mönnum að horfa framhjá því hvað strákarnir í bláu, eða reyndar í hvítu í leiknum á laugardaginn, eru frá litlu landi. Hann vill að þeir spái ekkert í stærð liðsins eða hverjir eru að spila. Hann vill að þeir virði mótherjann.Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið.Vísir/GettyÞað er ekkert hægt að fullyrða að allir ellefu sem verða í argentínska byrjunarliðinu mæti með hrokann upp fyrir haus en einhverjir verða þannig. Við erum bara búin að spila á móti allt of mörgum stórum liðum til að ætla ímynda okkur að svo verði ekki. Og það er líka bara besta mál. Auðvitað eiga okkar menn meira en alla virðingu skilið en á meðan argentínsku leikmennirnir sjá Heimi og strákana okkar í hverju viðtalinu á fætur öðru um að þjálfarinn sé tannlæknir og markvörðurinn leikstjóri verður erfitt fyrir þá að taka okkur alvarlega. Þeir eru alveg vanir því að mæta litlum félagsliðum með stóru félagsliðunum sínum og litlum landsliðum og vinna þau. Málið er bara að Heimir Hallgrímsson þjálfar ekki Eibar. Lionel Messi getur ekki bara verið í hlutlausum í 90 mínútur og reddað sér svo með þrennu án þess að svitna. Íslensku landsliðsmennirnir eru alltof alltof stoltir og fyrst og fremst alltof góðir til að láta svoleiðis gerast. Vanmatið er erfitt fyrir stoltið en í raun gott fyrir það sem gerist svo úti á vellinum. Þar fá risarnir að éta vanmatið með hníf og gaffli þegar að Kári og Raggi pakka þeim saman í loftinu og Gylfi leggur upp enn eitt markið úr föstu leikatriði. Okkar menn vita fyrir hvað þeir standa og það er meira en nóg.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Emil Hallfreðsson kom ekki mikið við sögu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en er í stærra hlutverki að þessu sinni. 15. júní 2018 09:30 Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert, segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson. 15. júní 2018 07:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Hann gjörsamlega ranghvolfdi augunum, haldandi að hann væri sloppinn við þessa spurningu um tannlækningar, allavega fram að HM. Maðurinn sem um er rætt er að sjálfsögðu landsliðsjálfarinn Heimir Hallgrímsson. Staðurinn er blaðamannaherbergi Laugardalsvallar og tilefnið er blaðamannafundur hans eftir jafnteflið á móti Gana. Það var margt áhugavert hægt að spyrja um eftir leikinn. Okkar menn ekki búnir að vinna í fjórum leikjum í röð, verið að fá á sig mikið af mörkum sem er óvanalegt, besti leikmaður liðsins var kominn aftur eftir meiðsli og var frábær en fyrirliðinn hefur ekkert spilað í langan tíma. Allskonar spurningar tengdar fótbolta. En, erlend blaðakona sem var stödd hér á landi til að sækja efni um íslenska liðið fyrir sinn heimamiðil hafði mest lítinn áhuga á fótboltanum. Hún vildi bara vita meira um rótarfyllingar Heimis í Vestmannaeyjum. Hann er eflaust búinn að fá á annað þúsund spurningar um þessa menntun sína undanfarin ár og því eðlilegt að hann sé orðinn þreyttur á henni. Heimir passaði upp á þetta myndi ekki taka yfir blaðamannafundinn á Spartak-vellinum í Moskvu í dag og sagði einfaldlega að hann væri tannlæknir og yrði áfram tannlæknir.Fagleg umfjöllun í einu stærsta blaði heims en tannlækningarnar í fyrirsögn.Heimir er ekki ókurteis maður. Þvert á móti. Þess vegna hefur hann svarað þessari spurningu oftar en góðu hófi gegnir alveg eins og Hannes Þór Halldórsson hefur mikið rætt um daga sína sem leikstjóri og Gylfi um fiskvinnsluna á sínum tíma. Það er samt alveg ástæða fyrir því að Heimir er ekkert að láta loka á þessar spurningar. Hann veit alveg að allt svona umtal og blaðaskrif um íslenska liðið berst víða. Meðal annars til Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Króatarnir vita reyndar að tannlæknirinn er frábær taktíker og leikstjórinn getur alveg varið. Þegar nánast öll erlend umfjöllun um Heimi og íslenska liðið eru bara fabúleringar um eitthvað sem tengist fótboltanum ekki neitt er erfitt fyrir stórstjörnur Argentínu að taka okkar menn alvarlega. Því hafa fleiri risalið klikkað á þessu og fengið skell fyrir vikið. Spyrjið bara Hollendinga og Englendinga. Heimir tekur þessar fabúleringar bara á kassann fyrir land og þjóð því þetta er orðið hálfpartinn liður í því að láta mótherjann mæta með vanmatið í fullu svingi til leiks á móti strákunum okkar. Heimir er ekkert orðinn of stór að halda að hann þurfi ekki á góðu vanmati Argentínu að halda þegar kemur að leiknum í Moskvu 16. júní.Heimir Hallgrímsson er foringinn í íslenska hópnum og veit að svona umtal hjálpar liðinu.vísir/vilhelmArgentínsku leikmennirnir hafa vafalítið farið á fjölmarga taktíska myndbandsfundi með þjálfara sínum og aðstoðarmönnum hans undanfarnar vikur þar sem farið er ítarlega yfir íslensku strákana og hvað hefur komið þeim alla leið á HM í fótbolta, minnst allra þjóða. Einhver er galdurinn. Galdurinn er skipulag, liðsheild, samheldni, óbilandi baráttuandi, stolt og dass af Gylfa Sig. Hægt er að undirbúa sig fyrir flest af þessu á æfingasvæðinu. Til dæmis föstu leikatriðin. Englendingar slepptu því. Roy Hodgson fór í göngutúr í staðinn fyrir að horfa á Ísland og skósveinar hans voru líklega í Candy Crush þegar að þeir áttu að fylgjast með Íslandi á móti Austurríki. Þeir fengu það í andlitið. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, er sjálfur mjög metnaðarfullur og taktískur þjálfari og ætlar ekki að láta einhvern ljóshærðan og kaffibrúnan tannlækni úr Vestmannaeyjum með milljón krónu bros þjálfa sig út af vellinum. Málið er að hann getur bara gert svo og svo mikið. Hann getur kennt þeim á íslenska liðið út og inn og sagt sínum mönnum að horfa framhjá því hvað strákarnir í bláu, eða reyndar í hvítu í leiknum á laugardaginn, eru frá litlu landi. Hann vill að þeir spái ekkert í stærð liðsins eða hverjir eru að spila. Hann vill að þeir virði mótherjann.Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið.Vísir/GettyÞað er ekkert hægt að fullyrða að allir ellefu sem verða í argentínska byrjunarliðinu mæti með hrokann upp fyrir haus en einhverjir verða þannig. Við erum bara búin að spila á móti allt of mörgum stórum liðum til að ætla ímynda okkur að svo verði ekki. Og það er líka bara besta mál. Auðvitað eiga okkar menn meira en alla virðingu skilið en á meðan argentínsku leikmennirnir sjá Heimi og strákana okkar í hverju viðtalinu á fætur öðru um að þjálfarinn sé tannlæknir og markvörðurinn leikstjóri verður erfitt fyrir þá að taka okkur alvarlega. Þeir eru alveg vanir því að mæta litlum félagsliðum með stóru félagsliðunum sínum og litlum landsliðum og vinna þau. Málið er bara að Heimir Hallgrímsson þjálfar ekki Eibar. Lionel Messi getur ekki bara verið í hlutlausum í 90 mínútur og reddað sér svo með þrennu án þess að svitna. Íslensku landsliðsmennirnir eru alltof alltof stoltir og fyrst og fremst alltof góðir til að láta svoleiðis gerast. Vanmatið er erfitt fyrir stoltið en í raun gott fyrir það sem gerist svo úti á vellinum. Þar fá risarnir að éta vanmatið með hníf og gaffli þegar að Kári og Raggi pakka þeim saman í loftinu og Gylfi leggur upp enn eitt markið úr föstu leikatriði. Okkar menn vita fyrir hvað þeir standa og það er meira en nóg.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Emil Hallfreðsson kom ekki mikið við sögu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en er í stærra hlutverki að þessu sinni. 15. júní 2018 09:30 Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert, segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson. 15. júní 2018 07:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Emil Hallfreðsson kom ekki mikið við sögu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en er í stærra hlutverki að þessu sinni. 15. júní 2018 09:30
Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00
Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert, segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson. 15. júní 2018 07:30
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti