Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 07:30 Jón Daði á æfingu með strákunum í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira