Borgarlistamaðurinn varð HM-sérfræðingur á þremur korterum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Edda Björgvinsdóttir við athöfnina í Höfða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04
Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15