Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:15 Edda við verðlaunaafhendinguna í Höfða í dag. Hún mætir á Bessastaði á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“ Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“
Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04