Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Stefnu bandarískra yfirvalda hefur verið mótmælt víða. Vísir/Getty Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28
Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37