Fótbolti

Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hljóp mest allra í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson hljóp mest allra í leiknum. vísir/vilhelm
Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United og franska landsliðsins í fótbolta, var mjög hrifinn af íslenska landsliðinu í leiknum á móti Argentínu þar sem að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli.

Evra er ásamt Gary Neville og fleirum sérfræðingur bresku sjónvarpstöðvarinnar ITV á HM og fylgist með heimsmeistaramótinu í Moskvu. Hann var í myndveri með Neville og Henrik Larsson eftir leik Íslands og Argentínu.

„Allir stuðningsmenn Íslands hljóta að vera stoltir af liðinu. Leikmennirnir gáfu allt í leikinn,“ sagði Evra sem gat ekki leynt aðdáun sinni á spilamennsku strákanna okkar.

Evra, sem varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester United, dáðist af leikáætlun íslenska liðsins í leiknum. Þrátt fyrir að okkar menn voru minna með boltann fannst Frakkanum að Íslandi gat fengið meira út úr leiknum.

„Íslenska liðið veit það mun ekki stýra leikjum og það verður minna með boltann en samt sem áður fannst mér úrslitin sanngjörn. Ísland átti skilið að vinna,“ sagði Evra.

„Ég er rosalega ánægður með hvað Íslandi gerði í þessum leik því þetta er nákvæmlega það sem ég bjóst við frá þeim,“ sagði Patrice Evra.



Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×