Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:00 Aron Einar fylgir Lionel Messi eftir en hann komst hvorki lönd né strönd gegn okkar mönnum. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00