Erlent

Klúður í málum fórnarlamba

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
21 fórnarlamb hafði leitað hjálpar án árangurs fyrir andlát sitt.
21 fórnarlamb hafði leitað hjálpar án árangurs fyrir andlát sitt. Vísir/Getty
Rannsókn félagsmálayfirvalda á árunum 2016 og 2017 á 21 dauðsfalli af völdum ofbeldis í nánum samböndum í Svíþjóð leiddi í ljós að í öllum tilfellum hafði brotaþoli leitað aðstoðar hjá yfirvöldum.

Málin höfðu hins vegar misfarist í kerfinu.

Til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á að koma á samvinnu nokkurra stofnana sem alla jafna koma ekki að ofbeldi í nánum samböndum en sem mögulega taka á móti viðkomandi einstaklingum sem koma vegna annarra erinda.

Þar með verði fyrr hægt að sjá hvað er í gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×