Vel undirbúinn fyrir þær stóru ákvarðarnir sem skiluðu Íslandi á HM Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 16:00 Heimir Hallgrímsson óttast ekki stórar ákvarðanir. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, þurfti að taka stórar ákvarðanir eftir að hann tók einn við ábyrgð íslenska liðsins þegar að Lars Lagerbäck kvaddi eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Eyjamaðurinn gerði nokkrar breytingar á annars fastmótuðu byrjunarliði, hrærði meira í liðinu á milli leikja og breytti meðal annars um leikaðferð eftir að liðið var búið að spila þá sömu í nokkur ár með frábærum árangri. Heimir þorir og það skilaði liðinu sigri í erfiðasta riðli undankeppni HM 2018 og nú er Ísland með eitt stig eftir jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik. Hann hefur heillað heiminn með árangri sínum og hann er eðlilega ekkert síður vinsæll innan íslenska hópsins eins og kom fram í máli Davíðs Snorra Jónassonar, eins af njósnurum íslenska liðsins.Eyjamaðurinn er oftast léttur en getur stundum misst sig.vísir/gettyLætur manni líða vel „Mér finnst hann vera frábær og allt hans teymi. Það sem að Heimir gerir vel er að vinna vel með aðstoðarmönnunum sínum. Helgi og Gummi eru að vinna mikla vinnu á bakvið tjöldin. Síðan er Heimir góður að gefa þér skýr hlutverk sem að hann vill að séu kláruð vel,“ segir Davíð Snorri um Heimi en hann fór yfir það sem gerir Eyjamanninn að svona öflugum þjálfara í Akraborginni á X977. „Hann lætur öllum líða vel í því umhverfi og að sama skapi er hópurinn að taka mjög vel á móti þeim sem koma inn. Það eru nýir starfsmenn eins og ég en hlutverkin eru skýr og hann lætur manni líða vel. Heimir hefur sýnt það bæði taktískt og með því hvernig hann hvetur áfram leikmenn að hann mjög góður þjálfari.“ Heimir er með milljón krónu bros og kemur alltaf vel fyrir en eins og kom fram um daginn getur hann tekið léttan trylling þegar að hann er ekki sáttur. Davíð segir hann almennt mjög léttan. „Þetta er bara hans karakter. Hann er mjög almennilegur. Ég þekki hann ekki öðruvísi. Hann er alveg frábær,“ segir hann.Heimir er góður að ræða við leikmenn maður á mann.vísir/vilhelmTaktíkin á hreinu Það eru margir þættir sem þjálfarar þurfa að vera með á hreinu ef þeir ætla að ná langt. Taktík er eitt og mannleg samskipti er annað sem er ekki síður mikilvægt. Hann virðist vera með allt á hreinu að mati Davíðs. „Það sem ég hef séð er að hann er góður maður á mann. Hann getur átt góð samskipti maður á mann. Hann er gríðarlega vel undirbúinn og ef maður er vel undirbúinn líður manni betur og þá er líklegra að maður nái einhverju út úr því sem maður er að gera,“ segir Davíð. „Taktíkin er líka alveg á hreinu og hann er með öll smáatriði sömuleiðis á hreinu. Ég er ekki á æfingasvæðinu á hverjum degi en miðað við þau samskipti sem ég hef átt við Heimi er þetta þannig.“Uppleggið gegn Argentínu heppnast fullkomlega hjá Heimi og hans mönnum.vísr/vilhelmVel undirbúinn „Teymið í kringum Heimi er líka á fullu að vinna í því að hvetja leikmennina og undirbúa þá fyrir leiki. Þeir vinna mikla vinnu. Heimir er hausinn á þessu en saman mynda þeir skemmtilegt teymi. Það er hrikalega gott að vinna með Gumma og Helga,“ segir Davíð Snorri. Heimir var langt því frá að setja blindandi á asnann þegar að hann gerði þær breytingar sem virkuðu svo vel í undankeppninni og nú á HM. Það eru miklar pælingar á bakvið allt sem að hann og teymið hans geri. „Hann tók stórar ákvarðanir sem að virkuðu. Það sýnir bara að menn eru virkilega að vinna vinnuna sína vel. Þú tekur ekki ákvarðanir nema vera búinn að skoða alla vinkla og þær hafa verið réttar hjá honum. Hann er mjög góður í þessu,“ segir Davíð Snorri Jónasson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, þurfti að taka stórar ákvarðanir eftir að hann tók einn við ábyrgð íslenska liðsins þegar að Lars Lagerbäck kvaddi eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Eyjamaðurinn gerði nokkrar breytingar á annars fastmótuðu byrjunarliði, hrærði meira í liðinu á milli leikja og breytti meðal annars um leikaðferð eftir að liðið var búið að spila þá sömu í nokkur ár með frábærum árangri. Heimir þorir og það skilaði liðinu sigri í erfiðasta riðli undankeppni HM 2018 og nú er Ísland með eitt stig eftir jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik. Hann hefur heillað heiminn með árangri sínum og hann er eðlilega ekkert síður vinsæll innan íslenska hópsins eins og kom fram í máli Davíðs Snorra Jónassonar, eins af njósnurum íslenska liðsins.Eyjamaðurinn er oftast léttur en getur stundum misst sig.vísir/gettyLætur manni líða vel „Mér finnst hann vera frábær og allt hans teymi. Það sem að Heimir gerir vel er að vinna vel með aðstoðarmönnunum sínum. Helgi og Gummi eru að vinna mikla vinnu á bakvið tjöldin. Síðan er Heimir góður að gefa þér skýr hlutverk sem að hann vill að séu kláruð vel,“ segir Davíð Snorri um Heimi en hann fór yfir það sem gerir Eyjamanninn að svona öflugum þjálfara í Akraborginni á X977. „Hann lætur öllum líða vel í því umhverfi og að sama skapi er hópurinn að taka mjög vel á móti þeim sem koma inn. Það eru nýir starfsmenn eins og ég en hlutverkin eru skýr og hann lætur manni líða vel. Heimir hefur sýnt það bæði taktískt og með því hvernig hann hvetur áfram leikmenn að hann mjög góður þjálfari.“ Heimir er með milljón krónu bros og kemur alltaf vel fyrir en eins og kom fram um daginn getur hann tekið léttan trylling þegar að hann er ekki sáttur. Davíð segir hann almennt mjög léttan. „Þetta er bara hans karakter. Hann er mjög almennilegur. Ég þekki hann ekki öðruvísi. Hann er alveg frábær,“ segir hann.Heimir er góður að ræða við leikmenn maður á mann.vísir/vilhelmTaktíkin á hreinu Það eru margir þættir sem þjálfarar þurfa að vera með á hreinu ef þeir ætla að ná langt. Taktík er eitt og mannleg samskipti er annað sem er ekki síður mikilvægt. Hann virðist vera með allt á hreinu að mati Davíðs. „Það sem ég hef séð er að hann er góður maður á mann. Hann getur átt góð samskipti maður á mann. Hann er gríðarlega vel undirbúinn og ef maður er vel undirbúinn líður manni betur og þá er líklegra að maður nái einhverju út úr því sem maður er að gera,“ segir Davíð. „Taktíkin er líka alveg á hreinu og hann er með öll smáatriði sömuleiðis á hreinu. Ég er ekki á æfingasvæðinu á hverjum degi en miðað við þau samskipti sem ég hef átt við Heimi er þetta þannig.“Uppleggið gegn Argentínu heppnast fullkomlega hjá Heimi og hans mönnum.vísr/vilhelmVel undirbúinn „Teymið í kringum Heimi er líka á fullu að vinna í því að hvetja leikmennina og undirbúa þá fyrir leiki. Þeir vinna mikla vinnu. Heimir er hausinn á þessu en saman mynda þeir skemmtilegt teymi. Það er hrikalega gott að vinna með Gumma og Helga,“ segir Davíð Snorri. Heimir var langt því frá að setja blindandi á asnann þegar að hann gerði þær breytingar sem virkuðu svo vel í undankeppninni og nú á HM. Það eru miklar pælingar á bakvið allt sem að hann og teymið hans geri. „Hann tók stórar ákvarðanir sem að virkuðu. Það sýnir bara að menn eru virkilega að vinna vinnuna sína vel. Þú tekur ekki ákvarðanir nema vera búinn að skoða alla vinkla og þær hafa verið réttar hjá honum. Hann er mjög góður í þessu,“ segir Davíð Snorri Jónasson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands. 19. júní 2018 14:30
HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00
Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02